Ég er enn þá ástfanginn af þér.

Ég er enn þá ástfanginn af þér

 

Komdu, komdu hérna og vertu mér örlítið nær

og heyrðu hvað ég hef að segja þér mær

eins og börn sem í saklausri nóttinni sofa

erum við eitt og þig vil ég lofa

og þegar lýsir stjörnubjart mánaskin

vil ég eiga þig fyrir eilífan vin

og tjá þér ást með fallegum orðum

og dansa við þig um nótt eins og forðum

 

Því ég er ennþá ástfanginn af þér

Ég vil elska þig, í nótt með þér vaka

Því ég er ennþá ástfanginn af þér

Ég vil elska þig, til tunglsins og til baka

 

Þegar augu okkar mættust á ganginum fyrst

bauðstu mér upp í dans og hafðir mig kysst

burtu við dönsuðum undir seiðandi takti

heim þar sem við nutumst og ég yfir þér vakti

síðan hafa árin liðið hjá og styrkt okkar ást

seinna við munum um reynsluhrukkurnar fást

en núna við fögnum hverjum degi og tökum saman spor

því þegar við dönsum, birtir yfir, verður aftur vor.

 

Ég er ennþá ástfanginn af þér

Ég vil elska þig, í nótt með þér vaka

Ég er ennþá ástfanginn af þér

Ég vil elska þig, til tunglsins og til baka

 

Ég er ennþá ástfanginn af þér

Ég vil elska þig, í nótt með þér vaka

Ég er ennþá ástfanginn af þér

Ég vil elska þig, til tunglsins og til baka

 

20/11/2020

ÞJK


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband